Tímalína

1886

Kay Bojesen fæðist 15. ágúst í Kaupmannahöfn.

Sonur útgefandans Ernst Bojesen og listakonunnar Valborg Rønsholdt.

Kay er sá þriðji í fjögurra systkina hópi – Oscar (málari), Aage (barnalæknir), Kay and Thyra (húsfreyja).

1910

Lýkur starfsnámi hjá silfursmiðinum Georg Jensen í Bredgade í Kaupmannahöfn þar sem hann getur sér gott orð.
Kay Bojesen ferðast síðan til Schwabisch Gmund í Þýskalandi og hefur þar starfsnám í eðalmálmum, þaðan ferðast hann til Parísar þar sem hann vinnur sem silfursmiður um tíma.

1919

Kay Bojesen kvænist Erna Pethrine Drøge-Møller.
Sagan segir að Kay Bojesen hafi notfært sér einstak lag sitt á húmor til þess að biðja um hönd Ernu árið 1918, með orðunum: „Ég hef áhuga á líkama yðar, ungfrú Drøge-Møller. Viltu kvænast mér...?“
Sonur þeirra Otto, fæðist sama ár.

1922

Vinnumálastofnun Danmerkur heldur leikfangasamkeppni í Kaupmannahöfn þar sem Kay Bojesen kemur fyrst fram sem leikfangahönnuður. Hann leggur fram til keppni fjögur leikföng – þar á meðal leikfangatrommu úr máluðu birki (30cm löng), viðarskip, Dragóna á hestbaki og vegasalt – og hlýtur verðlaun.

1932

Kay Bojesen opnar verslun og verkstæði í kjallaranum á Bredgade 47, nálægt Amalíuborgarhöll. Þar vinnur hann næstu 26 árin ásamt Frú Bojesen sem vinnur í afgreiðslunni en hann á bakvið og fann upp nýjar hugmyndir.

Kjallarinn er fullur af leikföngum, silfurborðbúnaði, viðarskálum og diskum.

1930

Hesturinn lítur dagsins ljós í byrjun fjórða áratugar síðustu aldar.

1932

Hristan verður til, fyrsta klassíska barnaleikfangið.

1934

Langhundurinn verður til, gerður úr mahónívið í tveimur stærðum. Langhundurinn snéri aftur árið 2011 og er nú framleiddur úr olíuborinni valhnotu.

1935

Sebrahesturinn í sinni upprunalegu mynd, skorinn út úr við og handmálaður. Einn af fyrstu villtu dýrunum sem Bojesen framleiddi.

1935

Hinn einstaki litli terrier, Tim, vaknar til lífsins.

1936

Birkismíðaði rugguhesturinn lítur dagsins ljós. Hann er framleiddur í nokkrum útgáfum m.a. án handfanga og ómálaður.

1940

Kristján 10. konungur Danmerkur fagnar 70 ára afmæli. Kay Bojesen býr til og stillir upp konunglegum lífverðum frammi í versluninni. Fjórir tignarlegir lífverðir í hátíðareinkennisbúning sem ná yfir 1 metra á hæð heilsa konunginum þegar honum er ekið framhjá versluninni.

Það var hinsvegar ekki fyrr en 1942 sem Kay Bojesen hóf að framleiða lífverðina til endursölu.

1948

Jólasveinninn verður til á fimmta áratugnum og er innblásinn af lífvörðunum. Barnabörn Kay Bojesen muna vel eftir því hvernig jólasveinninn birtist allsstaðar í versluninni og heima hjá þeim um jólin.

Bojesen sýnir mikið gjafmildi og gefur börnum og viðskiptavinum jólasveininn.
Jólasveinninn snýr aftur árið 2013.

1950

Kay Bojesen býr til söngfugla á 6. áratugnum en þeir eru aldrei settir í framleiðslu. Söngfuglarnir eru loksins endurskapaðir árið 2012 út frá gömlum myndum úr fjölskyldualbúmi Bojesen fjölskyldunnar. Fjölskyldan tekur fagnandi á móti Ruth, Pop, Otto, Kay, Peter og Sunshine.

1951

Apinn ástkæri fæðist árið 1951. Þessi glaðværi api er eflaust eitt þekktasta leikfang Kay Bojesen.

1952

Bangsi litli verður til - úr eik og hlyn.

Sama ár er Kay Bojesen skipaður konunglegur hirðsali sem verðlaun fyrir störf hans í þágu danska konungsríkisins.

1953

Fíllinn bætist við fjölskylduna. Hann er framleiddur úr eik - stór og sterkbyggður með hreyfanlegan rana og fætur.

1954

Kay Bojesen hannar nokkrar mismunandi gerðir af fuglum.
Lundinn var gerður úr elrivið er eitt þekktasta dæmið um „gleymda“ hönnun Bojesen. Lundinn snéri aftur vorið 2013.

1955

Flóðhesturinn lítur dagsins ljós með hreyfanlegt gin og gerður úr olíuborinni eik. Flóðhesturinn er eflaust eitt skaphyrndasta dýrið úr smiðju Kay Bojesen. Kay sjálfur notar flóðhestinn undir blýanta á skrifborðinu sínu.

Flóðhesturinn snýr aftur árið 2011, þá í smækkaðri útgáfu.

1957

Ári áður en Kay Bojesen fellur frá skapar hann eitt af sínum síðustu leikföngum - kanínuna. Kanínan er gerð úr eik með hreyfanlega útlimi.

Kanínan snýr aftur árið 2011.

1958

Kay Bojesen deyr 72 ára gamall. Erna Bojesen, ekkja hans, heldur áfram starfsemi fyrirtækisins til síns dauðadags árið 1986.

Fjölskyldan hélt áfram rekstri nokkur ár til viðbótar.