Dönsk hönnun síðan 1932

Kay Bojesen er dönsk hönnun eins og hún gerist best. Vörumerkið er þekkt um allan heim fyrir gæða viðarfígúrur og gjafavöru.

Hér getur þú kynnt þér það helsta sem fæst í Kúnígúnd.

Velkomin í fjölskylduna

Kay Bojesen fjölskyldan er skipuð viðarfígúrum úr öllum áttum. Upphaflega hönnuð sem leikföng en prýða nú jafnt stofur sem barnaherbergi.

Viðarfígúrur Kay Bojesen eru hannaðar til þess að endast, veita innblástur en fyrst og fremst til þess að gleðja.

Hin fullkomna gjöf

Viðarfígúra frá Kay Bojesen er einstök gjöf sem fylgir eigandanum fyrir lífstíð.

Vönduð og einföld hönnunin á alltaf stað á heimili þess sem þáði gjöfina og hentar því sem gjöf fyrir alla aldurshópa.

Vinur fyrir lífstíð

Dýrin eru besti vinur mannsins. Sama hversu framandi eða kunnugleg þau eru.

Hvort sem það er apinn frægi (upphaflega hannaður sem fatastandur fyrir börn!), dularfullar en stóískar pöndur eða fylgisveinn mannsins, hundurinn.
Þá er til rétta viðarfígúran fyrir þig.

Svo miklu meira en bara...

Eitt er víst að það er alltaf von á einhverju nýju og fersku frá Kay Bojesen.

Þú færð ekki aðeins viðarfígúrúr frá Kay Bojesen heldur einnig viðarkubba, teppi og fleira sem hentar sérstaklega í skírnargjafir.

Söngfugl í safnið

Söngfuglarnir frá Kay Bojesen blésu fersku lofti í vörumerkið þegar þeir voru fyrst framleiddir árið 2012 út frá gömlum teikningum Kay Bojesen frá 6. áratug tuttugustu aldar.

Söngfuglarnir bera hver sinn sérkennislit og hver fugl á sitt eigið nafn. Ruth, Pop, Kay, Peter, Sunshine, Alfred, Ernst, Georg og Hrafn.

Apinn

Þekktasta viðarfígúra Kay Bojesen hér á landi er apinn brosmildi. Apinn var upphaflega hannaður af Kay Bojesen sem fatahengi í barnaherbergi fyrir barnahúsgagnakeppni árið 1951. Í sinni stærstu útgáfu má færa langa arma apans niður í gólf svo hann standi í barnshæð og nota stuttar afturlappirnar undir hatta og trefla.

Útlimir apans eru færanlegir svo honum megi stilla upp á margskonar hátt, minni gerðirnar geta jafnvel hangið í hillum eða í hvor öðrum. Apinn er fáanlegur í nokkrum stærðum og litum.